Vill frelsi já!

Hún hefði kannski átt að hugsa út í það áður en hún drap Sharon Tate og ófætt barn hennar!   Kannski hefði hún líka átt að velta því fyrir sér hvort Manson væri maður sem vert væri að eltast við - eins veikur á geði og hann er.  Ég var einmitt að læra um hann í sálfræði.  Þetta er maður sem á við virkilega alvarleg geðræn vandamál að stríða!

Hún Atkins á kannski alveg við jafn alvarleg vandamál að stríða og hann og ALVEG spurning hvort hættulaust sé að hleypa henni út í samfélagið núna 37 árum seinna - að vísu er enginn Manson karlinn sem gengur laus núna og gæti eitrað huga hennar á sama hátt og hann gerði þá, en það er sama..  Hún var vís til þess að drepa hérna einu sinni, hver veit nema hún myndi bara gera það aftur ef hún verður látin laus.

 Ég verð nú að passa mig, þar sem ég held svo mikið upp á Bítlana! Hver veit nema ég smitist af því sama og Manson þjáist af og haldi að þeir (Bítlarnir) séu að senda mér drápsskilaboð í gegnum texta sína! - Ég verð allavega að halda mig í vissri fjarlægð frá "Helter Skelter" laginu þeirra!


mbl.is Vill fá frelsi áður en hún deyr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meira skítapakkið þetta Manson gengi!

Hún á ekki að fá frelsi,punktur!

Brynja Svanhvít Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 20:13

2 identicon

Og Íris mín,takk fyrir ''addið''.....again hehehe.

Skemmtilegt að spjalla við þig um helgina:)

Þú ert ansi sleip í pólskunni:)Þetta vakti lukku hehehe.

Bestu kveðjur,Brynja ''frænka''

Brynja Svanhvít Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Svona klikkað lið á bara heima á einum stað og það er fangelsi, það er nóg af klikkuðu liði sem gæti haft áhrif á hana ef hún fengi lausn úr fangelsinu.

Sölvi Breiðfjörð , 20.6.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband